Til baka

Óflokkað

15 nóvember 2024

Heimstaden verður Ívera íbúðafélag

Fréttatilkynning – Heimstaden verður Ívera íbúðafélag 

Heimstaden hefur breytt um nafn og heitir nú Ívera.

Aðdragandi breytinganna varð þegar sjóður í stýringu hjá Stefni hf., að fullu fjármagnaður af íslenskum lífeyrissjóðum, gekk frá kaupum á Heimstaden ehf. í apríl síðastliðnum.

Ívera leggur áherslu á fyrsta flokks þjónustu og áreiðanleika fyrir sína viðskiptavini. Félagið stefnir að því að verða leiðandi uppbyggingarafl á íbúðamarkaði á komandi árum með aðkomu að fjárfestingu og fjármögnun við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Á næstu árum stefnir Ívera að því að fjölga íbúðum í sinni eigu úr um 1.600 í 3.000 og stórauka þar með framboð trausts leiguhúsnæðis og styðja við markmið stjórnvalda um aukið aðgengi að húsnæði.

Egill Lúðvíksson forstjóri Íveru:

„Ívera nálgast reksturinn með þjónustumiðuðu hugarfari og langtímahugsun að leiðarljósi. Við höfum það hugfast í hverju skrefi að undirliggjandi eignir eru heimili. Því leggjum við áherslu á að Ívera sé rekið á kjölföstum langtíma grundvelli og að okkar þjónusta byggi á vinalegum og faglegum grunni.

Metnaðarfullur vaxtafasi Íveru fór af stað í vor í kjölfar eigendaskipta og miðar vel. Við sjáum tækifæri í að spyrna við uppbyggingaverkefnum á tímum framboðssamdráttar og vinna þannig gegn skorti á húsnæðismarkaði samhliða því að ná okkar markmiði að byggja upp þroskað og hagkvæmt íbúðafélag.

Í tilefni tímamótanna tókum við höndum saman með sköpunarstofunni Brandenburg sem hjálpaði okkur að skapa ásýnd fyrir Íveru. Þar vildum við leggja áherslu á mannlegt viðmót, öryggi og áreiðanleika og segja má að vel hafi tekist til.“

Frekari upplýsingar veitir:

Egill Lúðvíksson, Forstjóri Íveru

Egill@ivera.is

Ívera @ 2024 Allur réttur áskilinn