Persónuverndarskilmálar

Persónuverndarskilmálar

Persónuverndarstefna Ívera ehf

Þessi stefna nær til allra upplýsinga sem Ívera safnar eða vinnur með og teljast persónugreinanlegar.

Almennt

  1. Ívera hefur innleitt stjórnkerfi upplýsingaöryggis til þess að tryggja öryggi upplýsinga í vörslu félagsins.
  2. Upplýsingar eru aðeins varðveittar í þann tíma sem lög heimila. Við lok varðveislutíma er upplýsingum eytt.
  3. Aðgangi að upplýsingum er stýrt þannig að aðeins þeir sem á þurfa að halda fá aðgang.
  4. Brugðist er við öllum fyrirspurnum einstaklinga varðandi eigin upplýsingar. Engar upplýsingar eru sendar án staðfestingar á réttmæti móttakanda á upplýsingunum.  Eingöngu verður tekið við erindum er varða persónuvernd á netfangið personuvernd@ivera.is
  5. Allar beiðnir um eyðingu gagna verða skoðaðar og brugðist við í samræmi við lög.  Ekki er hægt að eyða gögnum sem Íveru er skylt að varðveita eða tryggja Íveru lögvarða hagsmuni.
  6. Persónugreinanlegum upplýsingum er haldið í lágmarki og þær geymdar í dulkóðuðu skýi eða læstum hirslum á skrifstofu Íveru.
  7. Vegna innheimtu er nauðsynlegt að deila persónugreinanlegum upplýsingum með aðilum sem sjá um innheimtu fyrir Íveru.
  8. Ívera gerir vinnslusamninga við alla aðila sem hýsa eða vinna með persónugreinanlegar upplýsingar fyrir fyrirtækið.
  9. Engar persónugreinanlegar upplýsingar verða afhentar, seldar eða leigðar þriðja aðila að öðru leiti en fram kemur í lið 7 og í tengslum við markaðsmál félagsins sbr. neðan greinda umfjöllun.
  10. Upplýsingar eins og símanúmer eða netfang verða einungis notaðar til samskipta við viðskiptavini eða umsækjendur í tengslum við samning (þessar upplýsingar koma þó fram á leigusamningi, sem leigjendur kjósa í sumum tilfellum að þinglýsa) og markaðssetningu félagsins í samræmi við gildandi lög.
  11. Einstaklingar geta ávallt óskað eftir leiðréttingu á upplýsingum um þá og mun Ívera bregðast við slíkum óskum þegar þær liggja fyrir.
  12. Vegna tölfræðiúrvinnslu mun Ívera gera upplýsingar ópersónugreinanlegar þannig að ekki verði greint frá stöðu einstaka viðskiptavina.
  13. Ef lög mæla svo fyrir mun Ívera afhenda persónugreinanlegar upplýsingar til viðeigandi aðila og þá aðeins þær upplýsingar sem nauðsynlegt er talið.

Markaðsmál

  1. Markaðssamskipti Íveru byggir meðal annars á persónugreinanlegum gögnum, sem félagið aflar í gegnum fótspor eða með öðrum leiðum.
  2. Markaðssamskipti Íveru er í sumum tilfellum sérsniðin að leigutökum félagsins eftir t.d. búsetu leigutaka, samningslengd, afmælisdegi eða út frá öðrum gildum með það að markmiði að markaðssetja félagið, vekja athygli á tilboðum til leigutaka eða styrkja samband Íveru við leigutaka sína.
  3. Sömu reglur gilda um þær upplýsingar og þau gögn sem aflað er í markaðssetningarskyni, þ.e. hægt er að óska eftir því að gögnum, verði eytt, færð eða þau leiðrétt og mun Ívera bregðast við því í samræmi við lög.

Þjónustukannanir

  1. Ívera leggur mikla áherslu á að þjónustuupplifun leigutaka félagsins sé sem best. Til að stuðla að ánægju leigutaka nýtir félagið meðal annars netföng, símanúmer og upplýsingar um það svæði sem leigutaki býr á.
  2. Þjónustuupplifun viðskiptavina félagsins skiptir Íveru miklu máli og því mikilvægt að eiga í góðum samskiptum við leigutaka félagsins svo unnt sé að auka gæði þjónustu félagsins jafnt og þétt. Ívera styðst við mismunandi þjónustukannanir (við afhendingu og skil á íbúðum t.d.) og eru niðurstöður þeirra kannana greindar, flokkaðar og settar saman í skýrslur sem félagið nýtir síðan til að bæta úr því sem betur mætti fara í þjónustuferli félagsins.
  3. Ívera afhendir þriðja aðila framangreindar upplýsingar bæði til að senda þjónustukannanirnar út á leigutakanna, sömu aðilar útbúa yfirlit/skýrslu með niðurstöður úr könnununum.
  4. Sömu reglur gilda um þær upplýsingar og þau gögn sem aflað er í markaðssetningarskyni, þ.e. hægt er að óska eftir því að gögnum, verði eytt, færð eða þau leiðrétt og mun Ívera bregðast við því í samræmi við lög.

Ívera @ 2024 Allur réttur áskilinn