Þjónusta

Við viljum skapa íbúum okkar vinaleg heimili

Ívera leggur metnað í að skapa umhverfi sem íbúum okkar líður vel í. Þegar eigninni er vel haldið við, veitir það íbúum okkar öryggi. Hér getur þú lesið um þjónustu Íveru.

Viðhaldsbeiðni

Er eitthvað í ólagi?

Sendu okkur viðhaldsbeiðni og við skoðum málið! Á Mínum síðum getur þú sent þjónustbeiðni ef þig vantar aðstoð og fylgst með gangi mála!

Svona sendir þú inn viðhaldsbeiðni

Leigutakar geta skráð sig inn á Mínar Síður með rafrænum skilríkjum til að senda inn viðhaldsbeiðni.
Á forsíðunni inn á þínu svæði á Mínum síðum þarft þú að velja „Senda þjónustubeiðni“.

  • 1

    Í næsta skrefi þarftu að fylla út helstu upplýsingar um það hvers efnis beiðnin er.

    Á forsíðunni inn á þínu svæði á Mínum síðum þarft þú að velja „Senda þjónustubeiðni“.

  • 2

    Áður en þú sendir inn beiðnina ert þú beðinn um að skrifa stutta samantekt á því sem er ábótavant og aðrar upplýsingar ef einhverjar eru.

    Einnig getur þú hengt við myndir, en það auðveldar okkur að greina vandann.

  • 3

    Að lokum velur þú „Senda inn beiðni“ og þá er beiðnin farin til okkar.

Svona sendir þú inn viðhaldsbeiðni

Neyðarþjónusta

Neyðartilfelli eru skilgreind sem atvik sem geta ógnað heilsu, öryggi eða húsnæði og þarfnast viðbragða strax. Dæmi um neyðartilfelli getur verið rafmagnsbilun sem getur valdið eldhættu eða alvarlegur leki sem veldur vatnstjóni.

Ef neyðartilfelli kemur upp utan opnunartíma

517-3440

og velja 1

Svona sendir þú inn viðhaldsbeiðni

Mínar síður

Mínar síður er viðskiptavinagátt Íveru. Meginmarkmið okkar með Mínum síðum er að bjóða upp á betri notendaupplifun fyrir þig sem viðskiptavin, gera það enn auðveldara að eiga samskipti við okkur og einfalda lífið.

Á Mínum síðum getur þú:

  • Sent inn þjónustubeiðnir/verkbeiðnir
  • Séð leigusamninginn þinn (á við um stafræna samninga, fleiri koma von bráðar)
  • Sent almennar fyrirspurnir
  • Fengið aðrar upplýsingar sem eru mikilvægar fyrir leigutíma þinn

Innskráning á Mínar síður:

Innskráning á Mínar síður er framkvæmd með rafrænum skilríkjum. Aðeins aðal leigutaki íbúðar getur skráð sig inn á Mínar síður fyrir eignina.

Ef þú lendir í vandræðum með Mínar síður er þér alltaf velkomið að hafa samband við okkur á ivera@ivera.is.

Ívera @ 2024 Allur réttur áskilinn