Mínar síður er viðskiptavinagátt Íveru. Meginmarkmið okkar með Mínum síðum er að bjóða upp á betri notendaupplifun fyrir þig sem viðskiptavin, gera það enn auðveldara að eiga samskipti við okkur og einfalda lífið.
Á Mínum síðum getur þú:
- Sent inn þjónustubeiðnir/verkbeiðnir
- Séð leigusamninginn þinn (á við um stafræna samninga, fleiri koma von bráðar)
- Sent almennar fyrirspurnir
- Fengið aðrar upplýsingar sem eru mikilvægar fyrir leigutíma þinn
Innskráning á Mínar síður:
Innskráning á Mínar síður er framkvæmd með rafrænum skilríkjum. Aðeins aðal leigutaki íbúðar getur skráð sig inn á Mínar síður fyrir eignina.
Ef þú lendir í vandræðum með Mínar síður er þér alltaf velkomið að hafa samband við okkur á ivera@ivera.is.