Um okkur

Ívera íbúðafélag

Ívera íbúðafélag

Við erum íbúðafélag sem býður upp á trygga langtímaleigu með áherslu á framúrskarandi þjónustu og áreiðanleika.

Ívera er í eigu íslenskra lífeyrissjóða og er leiðandi uppbyggingarafl á íbúðamarkaði með aðkomu að fjárfestingu og fjármögnun á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Við erum þjónustudrifið íbúðafélag sem leggur áherslu á að fjárfesta í íbúðum með sjálfbærum hætti, halda þeim við og þróa þær áfram svo að þær þjóni íbúum sem best. Við viljum stuðla að því að langtímaleiga sé tryggur og ákjósanlegur kostur á íslenskum húsnæðismarkaði með framboði íbúða til langtímaleigu og framúrskarandi þjónustu.

Við bjóðum upp á margs konar íbúðir víða um land fyrir ólíkar fjölskyldustærðir og hópa. Hvort sem þú ert í námi, að koma undir þig fótunum á vinnumarkaði, með stóra eða litla fjölskyldu, eða minnka við þig á efri árum. Við komum til móts við þig þar sem þú ert í lífinu.

Rectangle rounded top
Human flower icon

Ívera @ 2024 Allur réttur áskilinn