Til baka
Óflokkað
18 febrúar 2025
Ívera festir kaup á nýjum íbúðum í Þorlákshöfn

Ívera ehf. skrifaði nýverið undir samninga við Hamrakór ehf. um kaup Íveru á tveimur fjölbýlishúsum í Móabyggð í Þorlákshöfn. Húsin eru samtals um 1,100 fermetrar með 14 íbúðum.
Heildarvirði viðskiptanna nemur um 700 mkr. og er áætlað að afhending eignanna verði á vormánuðum 2025.
Egill Lúðvíksson, forstjóri Íveru:
„Það er afar ánægjulegt að tilkynna um fyrstu fjárfestingu Íveru í Þorlákshöfn, en félagið gekk einnig nýverið frá kaupum á 40 íbúðum á Selfossi. Kaupin falla vel að vaxtarstefnu Íveru sem miðar að skilvirkum og hagkvæmum íbúðum.
Við höfum fylgst með metnaðarfullri atvinnuppbyggingu á Þorlákshöfn síðustu misseri og metum framtíðarhorfur svæðisins sterkar.
Ívera hefur skilgreint Selfoss, Þorlákshöfn og Hveragerði sem eitt af framtíðar kjarnasvæðum félagsins. Þessi viðskipti marka skref í átt að því að byggja upp sterkan kjarna eigna á svæðinu til langtímaleigu.”
Nánari upplýsingar veitir Egill Lúðvíksson, forstjóri, egill@ivera.is