Til baka
Óflokkað
4 mars 2025
Ívera tekur þátt í íbúðauppbyggingu í miðbæ Reykjavíkur

Ívera hefur gengið frá samkomulagi um íbúðauppbyggingu við Vesturhöfn í Reykjavík. Ívera tekur þátt í fjármögnun á uppbyggingu 177 íbúða á reitnum og mun eignast 50 íbúðir til langtímaleigu við lok framkvæmda.
Heildarvirði eigna Íveru úr verkefninu nemur um 3,3 ma.kr. og er stefnt á að eignirnar verði auglýstar til leigu á vormánuðum 2027.
Egill Lúðvíksson, forstjóri Íveru:
„Það er afar ánægjulegt að taka þátt í glæsilegu þéttingaverkefni á besta stað í miðbæ Reykjavíkur líkt og Vesturhöfn. Íbúðirnar henta félaginu vel, með hagkvæmum íbúðastærðum í takt við stefnu félagsins.
Ívera hefur metnað til að vera nýtt afl á framboðshlið íbúðamarkaðarins samhliða vaxtaferli félagsins. Ívera tekur þátt í uppbyggingu í gegnum beina aðkomu og fjármögnun á byggingaverkefnum. Í þessum viðskiptum tekur Ívera virkan þátt í að fjármagna og ýta verkefninu úr vör og eignast glæsilegar eignir í kjölfar framkvæmda.”
Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri Vesturhafnar:
“Það er ánægjulegt að hafa náð samningum við Íveru um aðkomu að uppbyggingunni í Vesturhöfn. Þetta tryggir gott framboð af markaðsleigu íbúðum í miðborginni þar sem kvöð verður um íbúðirnar sem leiguíbúðir í takt við deiliskipulag Vesturhafnar. Ívera er stærsta einkarekna íbúðafélag landsins og með þessum samningum mun félagið geta boðið gæða íbúðir til langtímaleigu í 101 Reykjavík.”
Nánari upplýsingar veitir Egill Lúðvíksson, forstjóri, egill@ivera.is