Austurhólar 4
Sveitarfélagið Árborg / Selfossi
Laus til leigu í nýbyggðu og glæsilegu húsi er þessi vel skipulagða 4ra herbergja íbúð með stóru alrými!
Velkomin inn í fallegt 94,6 fm heimili að Austurhólum 4 á Selfossi. Íbúðin er með sér inngangi af glæsilegu stigahúsi. Austurhólar er í vel staðsettu hverfi og stutt er í þjónustu, leik,- og grunnskóla, íþrótta og útivistarsvæði. Íbúðin er á 3ju hæð í lyftuhúsi.
Nánari lýsing
Gengið er inn í forstofu með fataskáp, gengið er inn úr forstofu á gang með 4ra rúmgóðum herbergjum með fataskápum, Stofa og eldhús eru í sameiginlegu alrými íbúðar. Í eldhúsinu er gott skápapláss,úr stofurýminu er gengið út á svalir með glæsilegu útsýni. Baðherbergi er með upphengdu salerni, sturtu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Geymsla 4,9fm er innan íbúðar.
Gardínur, ljós, uppþvottavél, ísskápur og frystihólf fylgir eigninni.
Í sameign er hjóla,- og vagnageymsla. Fjöldi bílastæði er við húsið sem eru sameiginleg og rafbílahleðslukerfi hefur verið sett upp.
*Myndir eru af sambærilegri íbúð, bara speglun.
Leiguverð og kostnaður
Leiguverð er 290.000 kr á mánuði og er tengt vísitölu.
Innifalið í leiguverði er hiti ásamt rekstri á sameign.
Leigutaki greiðir fyrir rafmagnsnotkun samkvæmt mæli.
Skilyrði fyrir leigu
Leggja þarf inn umsókn með lánshæfismati og sakavottorði.
Trygging eða ábyrgð sem nemur þriggja mánaða leigu.
Hægt er að vera með tryggingu lagða inná reikning, bankaábyrgð frá þínum viðskiptabanka eða Leiguskjól.
Upplýsingar
4 Herbergi
3 Svefnherbergi
1 Badherbergi
94,6 Fermetrar
Íbúðanúmer:504