Umsóknarferlið

Einfalt er að sækja um íbúð hjá Íveru. Sótt er um íbúðir á heimasíðu okkar. Hér að neðan er úthlutunarferlið útskýrt nánar.

Svona verður Íveru íbúð að þínu heimili!

  • 1

    Umsókn

    Sótt er um lausar íbúðir á heimasíðu okkar. Skila þarf inn lánshæfismati frá Credit Info og sakavottorði svo að umsókn teljist gild.*

    Allir umsækjendur fá skriflegt svar þegar umsóknin hefur verið meðhöndluð

  • 2

    Úthlutun

    Sá sem fær eign úthlutað fær tölvupóst þess efnis og boð um að skoða eign.

  • 3

    Staðfesting

    Eftir skoðun á íbúð er greitt staðfestingar- og umsýslugjald, til að staðfesta íbúðina. Sjá verðskrá hér.

  • 4

    Trygging

    Umsækjandi útvegar tryggingu sem nemur 3 mánaða leigu í formi bankaábyrgðar, ábyrgðar frá Leiguskjól eða að tryggingarupphæð er lögð inn á reikning Íveru.

  • 5

    Undirskrift

    Þegar trygging liggur fyrir er hægt að ganga frá undirritun leigusamnings rafrænt.

    Leigusamningar eru undirritaðir rafrænt. Óskir þú eftir að sækja um húsaleigubætur, er sótt um það rafrænt á heimasíðu HMS.

  • 6

    Afhending

    Eign er afhent í samræmi við leigusamning og um leið er gengið frá innskoðunarskýrslu. Framvísa þarf skilríkjum við innskoðun. Þetta er gert til að skjalfesta ástand eignar þegar þú tekur við henni.

    Leigusamningar eru undirritaðir rafrænt. Ætlir þú þér að sækja um húsaleigubætur, gerir þú það rafrænt á heimasíðu HMS.

  • 7

    Til hamingju með nýja heimilið!

    Þú flytur inn og býrð þér nýtt heimili. Við vonum að þér líði vel hjá okkur og leggjum okkur fram við að búa til vinaleg heimili.

    *Ívera áskilur sér rétt til að synja umsókn á grundvelli lánshæfismats eða sakaskrár umsækjanda.

Svona verður Íveru íbúð að þínu heimili!

Afhending á íbúð

Til hamingju með nýja heimilið þitt!

Starfsmaður Íveru mun hafa samband við þig 1-2 dögum fyrir upphafsdag leigusamnings og bóka með þér innskoðun og afhendingu á lyklum. Afhending lykla fer fram í eigninni sjálfri.

Innskoðun á leiguíbúð tekur u.þ.b 15-30 mínútur. 

Ef þú hefur ekki tök á að vera sjálf/ur viðstödd/viðstaddur innskoðun og afhendingu á íbúðinni, þarf að fylla út umboð og skila til Íveru áður en að innskoðun fer fram.

  • 1

    Álestur

    Starfsmaður Íveru sér um að lesa af rafmagsmæli og færa rafmagnið yfir á leigutaka.

  • 2

    Skráningar

    Við minnum þig á að skrá lögheimili þitt á nýja heimilið þitt.
Leigutaki sér sjálfur um að flytja síma og internet.

Skil á íbúð

Þegar kemur að því að flytja úr leiguhúsnæðinu þínu þarf að bóka með þér útskoðun á eigninni.

Starfsmaður Íveru hefur samband við þig 1-2 dögum áður en að íbúð skal skilað og bókar með þér tíma.

Ívera bíður upp á málun og þrif á íbúð gegn sanngjörnu gjaldi. Sjá verðskrá hér.

Úttekt á leiguíbúð tekur u.þ.b 30 mínútur. 

Ef skemmdir hafa orðið á eigninni á meðan á leigutíma stendur mun umsjónarmaður meta skemmdir og kostnað við lagfæringu. Einnig er farið yfir þrif og málun á eigninni.

Ef þú hefur ekki tök á að vera sjálf/ur viðstödd/viðstaddur úttektina á íbúðinni, þarf að fylla út umboð og skila til Íveru áður en að útskoðun fer fram.

  • 1

    Lyklar

    Við skil á íbúð þarf að skila öllum lyklum af húsnæðinu, ásamt póstkassalykli og fjarstýringu af bílastæðakjallara þegar það á við.

  • 2

    Geymslur

    Tæma þarf geymslu og sópa gólf við skil á íbúðinni. Séu munir skildir eftir í geymslu er leigusala heimilt að farga þeim þegar íbúðinni hefur verið skilað

  • 3

    Þrif

    Íbúð skal þrifin vel, gæta þarf að því að þrífa skápa og skúffur, blöndunartæki, bakaraofn og ofnskúffur. Einnig skal þrífa gler og hurðar

  • 4

    Skráningar

    Færa þarf lögheimili af eigninni við flutning. Einnig þarf að flytja internet og síma. Leigusali sér um að færa rafmagn og vatn af leigutaka

Ívera @ 2024 Allur réttur áskilinn