Hér er hægt að sjá verðskrá Íveru og sjá verð sem eru í gildi fyrir þjónustu okkar.
Verðskrá Íveru
Staðfestingar- og umsýslugjald
30.000 kr
Umsýslugjald er innheimt í upphafi nýs samnings. Þetta á við þegar nýr viðskiptavinur byrjar að leigja hjá okkur og þegar núverandi viðskiptavinur flytur sig á milli íbúða.
Ef viðkomandi hættir við að leigja eignina, er gjaldið ekki endurgreiðanlegt.
Staðfestingar- og umsýslugjald greiðir fyrir m.a.:
- Úttektarskýrslu við afhendingu og skil á leiguíbúð
- Sílenderskipti við skil á leiguíbúð
- Vinnu við gerð leigusamnings og fylgigagna
Staðfestingar- og umsýslugjald greiðir ekki fyrir skemmdir á íbúð sem koma fram við lokaúttekt eða málun á íbúð. Ef upp koma vandamál varðandi skemmdir á íbúð við skil fær leigutaki sendan sér reikning fyrir matskostnaði samkvæmt úttektarskýrslu.
Nafnabreyting
15.000 kr
Heimilt er að nafnabreyta leigusamningum svo lengi sem nýr leigutaki uppfylli úthlutunarskilyrði Íveru. Nýr aðili að leigusamningi samþykkir þá að taka við samningi í þeirri mynd sem hann er og tekur við öllum þeim skyldum sem á fyrri leigjanda liggja.
Flutningsgjald
15.000 kr
Vilji leigutaki flytja sig á milli íbúða í eigu Íveru er innheimt flutningsgjald að upphæð 15.000 kr.
- Vilji leigutaki flytja sig á milli íbúða á meðan á leigusamningi stendur þá getur hann flutt sig á milli íbúða (fái hann nýju íbúðinni úthlutað) og greiðir þá flutningsgjald, krónur 15.000 ásamt umsýslugjaldi vegna nýju íbúðarinnar, krónur 30.000.
- Vilji leigutaki flytja sig á milli íbúða við lok leigusamnings þá getur hann flutt sig á milli og greitt einungis umsýslugjald, krónur 30.000 vegna nýju íbúðarinnar.
Málning við skil á íbúð
Ívera býður upp á að mála íbúðir fyrir leigutaka, kostnaður við það er 1.750 kr á fermeter af gólfi með efni.
Þrif við skil á íbúð
Kostnaður við þrif á íbúð er 66.900 kr.
Trygging
Umsækjandi útvegar tryggingu sem nemur 3 mánaða leigu í formi ábyrgðar eða staðgreiðslu. Lestu meira um úthlutunarferlið hér.
Greiðsluskilmálar
Leigu skal ávallt greiða fyrsta dag hvers mánaðar. Leiguverð er ávallt tengt neysluvísitölu og er endurskoðað mánaðarlega m.v vísitöluna. Leiguverð er endurskoðað í samræmi við húsaleigulög.